Gæludýraeigendur - Leiðbeiningar fyrir notkun á skráningarkerfi gæludýra

Fyrst þarf gæludýraeigandinn að bæta gæludýri sínu í kerfið sem er mjög einfalt. Þá er fyllt út skráningarformið með upplýsingum um nafn gæludýrsins, tegund, fæðingardag, örmerki og skráningarnúmer. 

9_is.png 475.22 KB

Eftir að gæludýr hefur verið skráð í kerfið getur eigandi þess hlaðið upp skjölum sem annað hvort er sjálfkrafa beðið um af skráningarkerfinu eftir að umsókn um gæludýraleyfi er sent inn eða handvirkt af starfsmanni sveitarfélagsins. Þetta geta verið nokkrar tegundir vottorða, sem dæmi hvort gæludýraeigandi búi í fjölbýlishúsi sem þarf þá að senda inn samþykki annarra íbúa, vottorð um ormahreinsun, hvort hundur hafi farið á hlýðninámskeið eða sé hjálparhundur. 

Umjónarmaður gæludýra fer í framhaldi yfir innsend skjöl og samþykktir eða kallar eftir frekari gögnum til að geta tekið afstöðu til gæludýraumsóknarinnar. Þegar umsóknin er tekin fyrir og afgreidd fær gæludýraeigandinn tilkynningu um breytta stöðu umsóknarinnar, s.s. þegar hún er samþykkt.

Í skjalalistanum getur gæludýraeigandinn séð hversu mörg skjöl og vottorð tengjast gæludýrinu. Á sínum aðgangi getur hann einnig séð hvort nýjar skjala- eða vottorða beiðnir séu til staðar.

10_is.png 204.51 KB

Stillingar um upplýsingar sem sjást þegar QR kóði gæludýrs er skannaður inn. 

Gæludýraeigandi fær úthlutað QR kóðamerki til að setja á hálsól gæludýrs. Þegar QR kóðinn er skannaður inn með snjallsíma koma fram upplýsingar um gæludýrið og eigandann. Eigandinn getur sjálfur ákveðið hveru mikið af upplýsingum er sýnilegt þegar QR kóðinn er skannaður af þeim sem t.d. finnur týnt gæludýr.  

Með þeim upplýsingum á að vera auðveldara að bera kennsl á dýrið og koma því til eiganda síns sem fyrst aftur. Bæði gæludýraeigandi og starfsmenn sveitarfélagsins geta bætt við eða tekið út upplýsingarnar sem birtast þegar QR kóðinn er skannaður inn með snjallsíma.

14_is.png 233.92 KB

Svona gætu upplýsingar litið út þegar QR kóðinn í hálsól gæludýrs er skannaður inn:

15_is.png 254.24 KB